Brunello di Montalcino rauðvín
Brunello di Montalcino rauðvín eru heimsþekkt og þykja sérlega vönduð vín sem eru þekkt fyrir sterkan karakter sem geymist vel í mörg ár. Brunello rauðvín eru frá vínekrum í grennd við Montalcino sem er lítill bær í Toskana héraði á Ítalíu. Þótt Montalcino svæðið sé tiltölulega lítið, þá er það margbreytilegt og vínin geta verið mjög ólík, eftir því hvaðan á svæðinu þau koma.
Montalcino er hugsanlega eitt frægasta þorp heims í vínheiminum. Það er staðsett í suðurhluta Toskana á Ítalíu og er umkringt heimsfrægum vínekrum og vínbúgörðum sem framleiða hið víðfræga Brunello di Montalcino rauðvín. Vínið er alfarið unnið úr Sangiovese Grosso þrúgum sem er staðbundið afbrigði Sangiovese þrúgunnar, en nafnið “Brunello” er einmitt gælunafn þrúgurnar sem þýðir “litla brúna”, enda var vínið upprunalega örlítið brúnlegt á litinn.
Brunello vín eru öll með DOCG (Denominazione di Origine Controllata e Garantita) gæðavottun sem er hæsta gæðastig ítalskra vína. Margir vínsérfræðingar telja Brunello vínin þau fremstu á Ítalíu.
Hér má líta nokkur góð Brunello rauðvín sem eru sérvalin fyrir kröfuharða vínunnendur.