Velkomin í Vínklúbbinn!
Hvort sem þú ert að leita hversdagsvínum á frábærum kjörum eða handvöldum hágæðavínum, þá er Vínklúbburinn með áskriftarleið fyrir þig.
Vínklúbburinn flytur inn fjölda víntegunda sem ekki hafa fengist hér á landi áður. Í hverjum mánuði, bjóðum við upp á fjölbreytt, ljúffeng og skemmtileg vín frá öllum hornum heimsins.
Fyrir vínskápinn - fyrir vinskapinn.
Vínklúbburinn
Vínklúbburinn er okkar vinsælasta áskriftarleið. Sérvalin vín á góðu verði sem henta vel við hvert tækifæri, hvort sem er til að skála í góðra vina hópi eða njóta í næsta matarboði.
Lögð er áhersla á góða blöndu af vínum frá þekktum viðurkenndum framleiðendum úr öllum heimshornum í bland við minna þekkta fjölskylduframleiðendur.
Vín sem hafa hlotið lof gagnrýnenda en eru jafnframt á sérlega góðu verði miðað við gæði.
Vínklúbburinn Premium
Vínklúbburinn Premium er fyrir lífskúnstnera og vínáhugafólk. Handvalin hágæðavín sem skara framúr og kítla braðlaukana. Premium vínin okkar slá í gegn í næstu matarveislu.
Lögð er áhersla á heimsþekkt vín frá fjölbreyttum framleiðendum með ríka sögu um gæði í bland við nýrri framleiðendur sem eru líklegir til að skjótast upp á stjörnuhimininn.
Premium vínin eru vín sem þú vilt njóta á eftirminnilegum stundum í þínum besta félagsskap.