Vínsmökkun fyrir fyrirtæki og hópa

Fræðandi og skemmtileg vínsmökkun

Vínklúbburinn býður upp á vínsmökkun fyrir fyrirtæki og hópa við fjölbreytt tækifæri. Hvort sem þú ert að leita að stuttri kynningu á ljúffengum vínum í góðra vina hópi eða umfangsmeiri vínsmökkun fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins með matarpörun þá eru sérfræðingar Vínklúbbsins tilbúnir í að sérsníða vínsmökkun að þínum þörfum.

Vínsmökkun fyrir fyrirtæki: Fjölbreyttir viðburðir sem eru sérsniðnir að stærð, áhugasviði og þeirri stemmningu sem þú ert að leita að. Vínsmökkun er viðburður sem slær í gegn.

Vínsmökkun í heimahús: Viltu slá í gegn í næsta matarboði og bjóða gestum upp á ógleymanlega vínkynningu og smökkun? Hafðu samband og við göngum í málið.

Hafið samband á vinklubburinn@vinklubburinn.is fyrir nánari upplýsingar

Viðburðir fyrir meðlimi Vínklúbbsins

Vínklúbburinn stendur reglulega fyrir viðburðum á borð við Vínsmakkanir, matarpörun, kynningar á nýjum vínum og fræðslukvöldum.

Viðburðir á vegum Vínklúbbsins eru aðeins opnir fyrir meðlimi Vínklúbbins og gesti þeirra.