Vínklúburinn

Vínklúbburinn var stofnaður á haustdögum árið 2022 af nokkrum vinahjónum sem eiga það sameiginlegt að hafa kynnst sambærilegum vínklúbbum erlendis. Okkur fannst kominn tími til að slík þjónusta yrði í boði á Íslandi fyrir okkur sjálf, vini okkar og alla þá sem njóta þess að upplifa ný og góð vín. Jafnt hversdagsvín á góðu verði eða handvalin og sérinnflutt eðalvín sem ekki hafa áður fengist á Íslandi.

Með því að gerast meðlimur í Vínklúbbnum, færð þú send ný og fjölbreytt vín í hverjum mánuði. Þú losnar við valkvíðann og færð í staðinn sérvalin vín ásamt fróðleik um uppruna þeirra, eiginleika og pörun við mat.

Netverslun Vínklúbbins (vinklubburinn.is) er rekin af einkahlutafélaginu Vinklubburinn, Inc. sem skráð er í Bandaríkjunum. VSK númer félagsins á Íslandi er 146654.