Brunello di Montalcino Tenuta di Argiano (2017)

7.700 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Brunello fyrir safnara

Þessi Brunello frá Tenuta di Argiano gefur frá sér dýpt og fínleika sem einkennir bestu árgerðirnar. Vöndurinn er tælandi og einkennist af dökkum kirsuberjum, leðri og trufflum. Bragðið er þétt og inniheldur Amarena kirsuber og kryddaða undirtóna og tannín sem er í góðu jafnvægi við sýrustigið. Eftirbragðið er fágað og viðvarandi. Vínið hefur verið þroskað í 42 mánaði á stórum slavneskum eikartunnum. Þennan Brunello má drekka strax en það er líka tilvalið fyrir þolinmóða safnara, enda geymist það sérlega vel í allt að 10 ár.

Framleiðandinn

Framleiðandinn Argiano er víðþekktur, meðal annars fyrir frábær Brunello di Montalcino vín. Húsið á fornar rætur í Sassicaia og er orðið táknmynd fyrir Montalcino svæðið. Auk hefðbundinna Brunello vína er Arigiano einnig þekkt fyrir að framleiða frábær ofur-toskana vín, t.d. Solengo. Kastalinn Tenuta di Argiano er einn af þessum frábæru, gömlu, glæsilegu vínbúgörðum í Toskana. Kastalinn sjálfur var byggður í endurreisnarstíl á árunum 1581-1596 og þar hefur vínrækt verið stunduð alla tíð.

Vínpörun

  • Grillmatur
  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Nautakjöt
  • Villibráð

Upplýsingar

  • Víngerð: Rauðvín
  • Land: Ítalía
  • Svæði: Toskana
  • Þrúga: Sangiovese
  • Árgerð: 2017
  • Áfengismagn: 14,5%

Viðurkenningar

  • Luca Gardini: 96 point
  • James suckling: 94 point
  • Winescritic.com: 94 point
  • Robert Parker: 93 point