Brunello di Montalcino San Biagio, Camigliano (2016)

5.400 kr
Fjöldi

Toppvín frá Toskana

Brunello di Montalcino er algjört toppvín frá Toskana og almennt talið eitt af bestu vínum Ítalíu og sérstaklega 2016 árgerðin, en hún er talin með betri uppskerum allra tíma. Vínið er látið þroskast í 24 mánuði í stórum frönskum eikartunnum og þar á eftir í 2 ár í flösku. Hér er því á ferðinni ungt Brunello vín. Vínið hefur kröftugan vönd (bouqet) með ilm af þroskuðum svörtum ávöxtum líkt og brómberjum og svörtum kirsuberjum og keim af kryddi og skógarbotni.  Bragðið er sterkt og í góðu jafnvægi með snefil af steinefnum. Ráðlagt er að hella víninu í karöfflu klukkutíma áður en það er borið fram. Vínið má drekka strax, eða geyma í allt að 5-10 ár.

Framleiðandinn

Camigliano er frábær framleiðandi og í miklu uppáhaldi meðal alþjóðlegra gagnrýnenda; nú síðast með 96 stig hjá James Suckling. Vínekrurnar eru við bæinn Montalcino í suðurhluta Toskana og Brunello vínin eru alfarið framleidd úr Sangiovese Grosso þrúgum. Árið 2014 var öll framleiðsla gerð lífræn og 2017 árgangurinn verður því fyrsti 100% lífrænt ræktaði árgangurinn frá Camilgliano.

Vínpörun

  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Nautakjöt
  • Pottréttir

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Toskana
  • Þrúga: Sangiovese
  • Árgerð: 2016
  • Áfengismagn: 14,0%