Búrgúndí rauðvínskassi

23.900 kr

Pinot Noir vín frá Bourgogne (Búrgúndí) eru heimsþekkt, enda ekki að ástæðulausu. Þessi vín eru af mörgum talin bestu vín heims og eftirspurnin er mikil, gæðin há og framleiðslan oft takmörkuð.   Rauðvín frá Bourgogne geta verið frekar flókin og gjörólík öðrum víntegundum sem við erum vön að drekka á Norðurlöndunum t.d. Bordeaux eða Côtes du Rhône.  Bourgogne rauðvínin eru oft ljós á litinn, með frekar hátt sýrustig og létt tannín. Í Bourgogne-kassa Vínklúbbsins bjóðum við upp á þrjú ólík vín sem eru sérvalin fyrir kröfuharða vínunnendur. 

Öll vínin í þessum kassa má drekka strax eða geyma í allt að 10 ár.

Njótið vel!


Gevrey-Chambertin Clos Prieur Domaine Frédéric Esmonin (2022)
Domaine Frédéric Esmonin - Framúrskarandi Pinot Noir 

Bourgogne vínunnendur sperra eyrun við nafninu „Gevray-Chambertin“ og ekki að ástæðulausu – vínin þaðan eru oft sérlega ljúffeng. Þetta vín er dæmi um þokkafullt Pinot Noir frá framúrskarandi framleiðanda í Bourgogne. Vínið er fallega rúbínrautt á litinn og ilmurinn er tælandi og einkennist af þroskuðum skógarjarðaberjum, hindberjum og sólberjum með vott af vanillu, skógarbotni og pipar. Vínið er vel uppbyggt með frábæru jafnvægi á milli ávaxta, sýru og ljúfum tannínum á meðan eftirbragðið er safaríkt og kraftmikið. Þetta frábæra og fíngerða vín mun höfða til allra Bourgogne-vínunnenda. 


Marsannay Clos du Roy Domaine Charles Audoin (2019) - Ferskt og þokkafullt rauðvín

Marsannay Clos du Roy frá Domaine Charles Audoin býður upp á djúpstæða tjáningu á Pinot Noir frá Cote de Nuits. Vínekrurnar er staðsettar í tæplega 300 metra hæð og vínin þaðan einkennast af miklum ferskleika og kröftugum ilm af ljósum, rauðum ávöxtum. Þetta vín er engin undantekning. Liturinn er einkennandi djúp rúbínrauður og ilmurinn inniheldur fíngerðan keim af  skógarbotni og hlýrri jörð. Jarðvegurinn inniheldur mikið magn af kalksteini og er því ríkur af kalki og járni. Þetta skilar sér í steinefnakenndri áferð og svölum ferksleika. Bragðið er lagskipt og flókið með keim af kryddi og kakói sem leika létt um nef og góm. Áferðin er þokkafull og vínið hefur meðal fyllingu með fíngerðum tannínum sem skilar sér í viðvarandi eftirbragði.



La Myotte (2020) Domaine Guillot-Broux - Lífrænt og fágað rauðvín

Þetta frábæra og flókna rauðvín er unnið úr Pinot Noir þrúgum af elstu vínviðum hússins (frá 1956), enda eru aðeins framleiddar u.þ.b. 3000 flöskur á ári. Vínið hefur fallegan rúbínrauðan lit með ilm af plómum, jarðarberjum, kirsuberjum, sólberjum, hráu kakói og kryddi. Miðlungs fylling, lífleg sýra og silkimjúk tannín einkenna þetta vín sem er unnið eftir vistvænni hugmyndafræði og af virðingu fyrir náttúrunni. Það er látið þroskast í 11 mánuði á eik. Vínið er mjúkt, rjómakennt og ferskt með skemmtilega keim af rauðum berjum. Heilt yfir frábær Pinot Noir sem flestir geta notið og hentar sérlega vel með grænmetisréttum, kjöti og tapas.


Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum.