Brunello di Montalcino rauðvín eru sérlega vönduð vín sem eru þekkt fyrir sterkan karakter sem geymist vel í mörg ár. Þótt Montalcino svæðið sé tiltölulega lítið, þá er það margbreytilegt og vínin geta verið mjög ólík, eftir því hvaðan þau koma.
Montalcino er hugsanlega eitt frægasta þorp heims. Það er staðsett í suðurhluta Toskana á Ítalíu og er umkringt heimsfrægum vínekrum og vínbúgörðum sem framleiða hið víðfræga Brunello di Montalcino rauðvín. Vínið er alfarið unnið úr Sangiovese þrúgum, en nafnið “Brunello” er einmitt gælunafn þrúgurnar sem þýðir “litla brúna”, enda var vínið upprunalega örlítið brúnlegt á litinn.
Í Brunello-kassa Vínklúbbsins bjóðum við upp á þrjú ólík vín sem eru sérvalin fyrir kröfuharða vínunnendur. Öll vínin í þessum kassa má drekka strax eða geyma í allt að 10 ár. Njótið vel!
Brunello di Montalcino Camigliano 2017 - Toppvín frá Toskana
Brunello di Montalcino eru algjör toppvín frá Toskana og almennt talin á meðal bestu vína Ítalíu. Þessi tiltekni Brunello hefur gengið í gegnum 24 mánaða þroskun á stórum slavneskum eikartunnum og þar á eftir verið geymt í 2 ár á flösku. Vínið hefur kröftugan vönd (bouquet) með ilm af þroskuðum svörtum ávöxtum líkt og brómberjum og svörtum kirsuberjum og keim af kryddi og skógarbotni. Bragðið er sterkt og í góðu jafnvægi með snefil af steinefnum. Ráðlagt er að hella víninu í karöflu klukkutíma áður en það er borið fram. Vínið má drekka strax, eða geyma í mörg ár.
Brunello di Montalcino Altesino 2019 - Tælandi Brunello
Þetta Brunello di Montalcino frá Altesino býður upp á djúpan og flókinn, nánast tælandi karakter. Það þróast í lögum af safaríkum, dökkum ávöxtum og er í fullkomnu jafnvægi við orkumikla og ferska sýru. Vöndurinn er ríkur af þroskuðum ávöxtum, með viðbættum keim af fjólu og vanillu. Bragðið er einbeitt og býður upp á góða fyllingu, fáguð tannín og langt og eftirminnilegt eftirbragð. Þetta vín hefur verið þroskað í 24 mánaði á stórum slavneskum eikartunnum og verið geymt í a.m.k. 4 mánuði á flösku þar á eftir. Ráðlagt er að hella víninu í karöflu klukkutíma áður en það er borið fram. Vínið má drekka strax, eða geyma í mörg ár.
Brunello Tenuta di Argiano 2017 - Brunello fyrir safnara
Þessi Brunello frá Tenuta di Argiano gefur frá sér dýpt og fínleika sem einkennir bestu árgerðirnar. Vöndurinn er tælandi og einkennist af dökkum kirsuberjum, leðri og trufflum. Bragðið er þétt og inniheldur Amarena kirsuber og kryddaða undirtóna og tannín sem er í góðu jafnvægi við sýrustigið. Eftirbragðið er fágað og viðvarandi. Vínið hefur verið þroskað í 42 mánaði á stórum slavneskum eikartunnum. Þennan Brunello má drekka strax en það er líka tilvalið fyrir þolinmóða safnara, enda geymist það sérlega vel í allt að 10 ár.
Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum.