Barolo rauðvínskassi

18.900 kr
Barolo rauðvín eru heimsfræg ítölsk vín, framleidd í Piemonte-héraðinu í norðvesturhluta Ítalíu. Í Barolo-kassa Vínklúbbsins eru þrjú slík vín sem eru sérvalin fyrir kröfuharða vínunnendur. Öll vínin í þessum kassa má drekka strax eða geyma í allt að 15-20 ár. Njótið vel!
Barolo Serio e Battista Borgogne er vitnisburður um hefðbundið og glæsilegt Barolo sem er unnið eftir aldargömlum hefðum og aðferðum. Eins og öll Barolo, þá er vínið unnið úr Nebbiolo þrúgum frá nokkrum sérvöldum vínekrum í nágrenni við bæinn Barolo. Þrúgurnar eru handtíndar og þeim er blandað í stór timbur- ker, þar sem þær eru látnar liggja með hýðinu í 15-20 daga. Því næst er vínið látið þroskast í stórum slavneskum eikartunnum í 30 mánuði. Niðurstaðan er viðkvæmt, blæbrigðaríkt Barolo sem ilmar af þroskuðum rauðum berjum, en býður upp á keim af lakkrís og rykugum jarðvegi. Bragðið er silkimjúkt og fágað, eftirbragðið er langt og tannínin halda víninu þéttu og einbeittu.
Ludo, nafn sem þýðir „leikur“, felur í sér þá listrænu leikgleði sem Einaudi veitir þessari merku sköpun. Úr blíðum faðmi ungra vínviða kemur þetta skemmtilega Barolo vín, sem sýnir kraft yngri þrúganna og á sama tíma virðingingu við hinu frægu Barolo arfleifð. Þegar þú nálgast þennan Barolo mun taka á móti þér ríkulegur og margbrotinn vöndur, þar sem ilmurinn af þroskuðum rauðum berjum dansar við dökkt súkkulaði, jarðneska töfra trufflanna og mildan faðm sedrusviðar. Undir þessu öllu gætir þú uppgötvað steinefni, sem eykur enn á dýptina.
Barolo Boiolo er “single vineyard” vín sem vísar til þess að allar þrúgurnar koma frá aðeins einni vínekru. Í þessu tilviki er vínekran staðsett hátt yfir sjávarmáli (420 m) og vínviðurinn vex í dimmum, köldum og leirkenndum jarðvegi í fjallshlíð sem snýr til suðausturs. Eftir milda gerjun, er vínið er látið þroskast í stórum nýjum frönskum eikartunnum í 32 mánuði. Útkoman er mjög kryddað Barolo með sterkum djúpum rúbínrauðum lit sem býður upp á ríkan ilm af rauðum ávöxtum með keim af blómum og sætu kryddi. Vínið er vel upp byggt með þéttri fyllingu og löngu eftirbragði með góðu jafnvægi á milli lifandi sýru og áberandi tannína.

Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum.