Hefðbundið og glæsilegt Barolo
Barolo Serio e Battista Borgogne er vitnisburður um hefðbundið og glæsilegt Barolo sem er unnið eftir aldargömlum hefðum og aðferðum.
Eins og öll Barolo, þá er vínið unnið úr Nebbiolo þrúgum frá nokkrum sérvöldum vínekrum í nágrenni við bæinn Barolo. Þrúgurnar eru handtíndar og þeim er blandað í stór timburker, þar sem þær eru látnar liggja með hýðinu í 15-20 daga. Því næst er vínið látið þroskast í stórum slavneskum eikartunnum í 30 mánuði. Niðurstaðan er viðkvæmt, blæbrigðaríkt Barolo sem ilmar af þroskuðum rauðum berjum, en býður upp á keim af lakkrís og rykugum jarðvegi. Bragðið er silkimjúkt og fágað, eftirbragðið er langt og tannínin halda víninu þéttu og einbeittu.
Framleiðandinn
Fratelli Serio & Battista Borgogno víngerðin, er staðsett í hinu fræga Cannubi-svæði rétt við bæinn Barolo í Piemonte. Víngerðin var stofnuð árið 1897 af Cavalier Francesco Borgogno og vínbruggun þeirra hefur þróast í fjölskyldunni í gegnum fimm kynslóðir. Víngerðin byggir á sterkum hefðum en samtvinnar þær við kröfur nútímans um lífræna ræktun og sjálfbæra framleiðslu. Fratelli Serio & Battista Borgogno er þekkt fyrir að framleiða hágæða vín og hefur hlotið lof frá alþjóðlegum víngagnrýnendum.
Vínpörun
- Kálfakjöt
- Lambakjöt
- Nautakjöt
- Pottréttir
- Villibráð
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Piemonte
- Þrúga: Nebbiolo
- Árgerð: 2018
- Áfengismagn: 14%
Viðurkenningar
- Robert Parker: 92 point
- The Wine Independent: 90 point