Barolo Boiolo Arnaldo Rivera (2015)

7.100 kr Venjulegt verð
Fjöldi

“Single vineyard” Barolo
Barolo Boiolo er “single vineyard” vín sem vísar til þess að allar þrúgurnar koma frá aðeins einni vínekru. Í þessu tilviki er vínekran staðsett hátt yfir sjávarmáli (420 m) og vínviðurinn vex í dimmum, köldum og leirkenndum jarðvegi í fjallshlíð sem snýr til suðausturs. Eftir milda gerjun, er vínið er látið þroskast í stórum nýjum frönskum eikartunnum í 32 mánuði. Útkoman er mjög kryddað Barolo með sterkum djúpum rúbínrauðum lit sem býður upp á ríkan ilm af rauðum ávöxtum með keim af blómum og sætu kryddi. Vínið er vel upp byggt með þéttri fyllingu og löngu eftirbragði með góðu jafnvægi á milli lifandi sýru og áberandi tannína. 

Framleiðandinn
Arnaldo Rivera víngerðin er þekkt fyrir arfleifð sína, ástríðu og nákvæmni í víngerð innan Barolo svæðisins. Sérstaða þeirra snýr að því að tjá einstaka eiginleika hverrar vínekru og framleiða vín sem kjarna vel umhverfi framleiðslunnar. Vín Arnaldo Rivera eru unnin með hefðundnum aðferðum en hafa hlotið lof fyrir að ná að fanga einstaklega vel umhverfisáhrif og örloftslag hverrar ekru og endurspegla karakter hvers svæðis vel. 

Vínpörun

  • Alifugl
  • Kálfakjöt
  • Pottréttir
  • Villibráð
  • Lambakjöt

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Piemonte
  • Þrúga: Nebbiolo
  • Árgerð: 2015
  • Áfengismagn: 14%

Viðurkenningar

  • James suckling: 95 point