Jóla- og hátíðarvín Vínklúbbsins 2023

 

Sérinnflutt hátíðarvín sem eru tilvalin jólagjöf til starfsmanna, viðskiptavina,
vina eða fjölskyldu. Gjöf sem hittir í mark. Takmarkað upplag. 

Einstök upplifun: Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörun. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum. 

Verð á öllum viðhafnarkössum er 18.900 kr. 

Fyrir pantanir og nánari upplýsingar, hafið samband við  


Jólakassinn
Sérlega glæsileg vín sem valin eru með tilliti til íslenskra jólahefða.

  • Chablis per Aspéra 2021 frá Bourgogne
  • Chateau Fleur de Lisse Grand Cru 2019 frá Bordeaux
  • The Boxer Shiraz 2021 “Mollydooker” frá Ástralíu

Villibráðarkassinn
Þrjár bragðmiklar rauðvínsflöskur sem smellpassa með villibráðinni.

  • Remelluri Reserva Rioja 2014 frá Spáni
  • Gran Enemigo Mendoza 2017 frá Argentínu
  • Clarry’s GSM 2021 frá Barossa dalnum í Ástralíu

Áramótakassinn
Sérvalið kampavín frá framúrskarandi minni framleiðendum í Champagne héraðinu. 

  • Champagne Le Mesnil Blanc de Blancs Grand Cru (brut)
  • Champagne Louis Balincourt (brut)
  • Champagne Bérénice de Rochefort (brut)