Kampavínskassi

18.900 kr

Í kampavínskassanum eru þrjár sérvaldar kampavínsflöskur frá Champagne héraðinu í Frakklandi sem eru sérlega bragðgóðar. Í kampavínskassa Vínklúbbsins eru kampavínin:

Champagne Louis Balincourt

Champagne Louis Balincourt er þurrt og stökkt með fallegri gylltri froðu og sérlega fíngerðum loftbólum - sannkallað hátíðarvín. Vínið er unnið úr sjálfbært ræktuðum Pinot Noir og Chardonnay þrúgum og ilmurinn ber keim af hvítum blómum  Liturinn er gylltur með ljósgrænum blæbrigðum, en bragðið býður upp á keim af sólþroskuðum steinávöxtum með löngu, fjölbreyttu eftirbragði af grænum möndlum og nýbökuðu brioche.

Champagne Le Mesnil Grand Cru

Margverðlaunað Grand Cru kampavín sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir ferskleika, fínleika og glæsileika. Þrúgurnar eru tíndar af mismunandi vínekrum í Mesnil-sur-Oger svæðinu og þar af er elsti vínviðurinn meira en 40 ára gamall. Mesnil-sur-Oger svæðið er sérlega þekkt fyrir kampavín sem er unnið úr Chardonnay þrúgum (blanc de blancs). Vínið býður upp á fágaðan vönd af klementínum, hvítum blómum, lime og keim af skógarbotni, sveppum og brioche. Bragðið er fágað með einstaklega fínum loftbólum og kremaðri áferð. Fullkomið veisluvín!

Bérénice de Rochefort

The Brut býður upp á frísklegt og fyllt freyðivín sem einkennist af kremaðri áferð og fágun. Hið ríka eftirbragð,sem kemur eftir 24 mánuði í eikartunnum, rímar vel við fágað bragðið af eplum og sítrónum. 
Glæsilegt vín með mjög fínum loftbólum. Dásamlegur vöndur þar sem græn epli og vínber eru áberandi. Klassískt og gott vín sem hentar við öll tækifæri. 

Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum. 

Kampavínskassinn kemur í takmörkuðu upplagi.