Ferskt og fágað kampavín
Þetta glæsilega kampavín er framleitt úr blöndu af Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay þrúgum, sem gefur því ljósgylltan lit með fíngerðum og líflegum loftbólum. Ilmurinn er ferskur með blæ af hvítum blómum og sítrusávöxtum. Bragðið einkennist af safaríkum grænum eplum og ljósum ferskjum, með eftirbragði af sítrus og lime.
Framleiðandinn
Champagne Jules Pierlot var stofnað árið 1889 af Jules Pierlot, frá Épernay. Fyrirtækið hefur frá upphafi unnið kampavín með áherslu á Premier Cru þrúgur frá svæðinu Sparnac. Framleiðslan hefur frá 2013 farið fram í Oiry með nútímalegri tækni en þau viðhalda tryggð við hefðbundnar aðferðir. Kampavínin frá frá Jules Pierlot eru þekkt fyrir að sameina ferskleika og glæsilega uppbyggingu.
Upplýsingar