Í hvítvínskassa Vínklúbbsins eru þrjár sérvaldar hvítvínsflöskur sem eru sérlega ljúffengar og henta vel einar og sér eða með vel pöruðum mat. Í kassanum má finna brakandi ferskt Riesling, líflegt og ferskt vín frá Châteneuf du Pape og glimrandi Pinot Grigio frá Veneto á Ítalíu. Njótið vel!
Le Verger (2021)Hér er á ferðinni líflegt hvítvín sem er unnið af alúð úr handtíndum og lífrænt ræktuðum þrúgum. “Le Verger” er fallega gyllt á litinn og ilmar af grænum ávöxtum og sítrus, en það er einnig keimur af framandi ávöxtum, þurrkuðum berjum og hunangi. Vínið býður upp á þétta fyllingu með ávaxtakenndum ferskleika. Le Verger er frábært sumarvín sem hentar vel sem fordrykkur eða með sjávarfangi, sushi og grilluðum fiski.
Villa Bürklin Riesling (2021) Frábært lífrænt ræktað Riesling vín sem kemur frá vínekrum í nágrenni við bæinn Wachenheim í Pfalz. Jarðvegurinn er að mestu leyti úr sandsteini, sem gefur af sér ávaxtaríkt og létt vín. Allar þrúgur eru handtíndar og gerjaðar í stáltönkum og eikartunnum. Vínið hefur kristaltæran lit og ilmur af grænum eplum, sítrónu og blómum fyllir nefið. Heilt yfir er Villa Riesling mjög frískandi vín með áberandi steinefnum og ferskri sýru.
Pinot Grigio Veneto Castel del Lago (2021) Hér er á ferðinni kraftmikið, þurrt og ávaxtaríkt hvítvín sem hefur hlotið frábæra dóma frá ítalska víngagnrýnandanum Luca Maroni (96 stig). Pinot Grigio þrúgan býður oft upp á fersk og ávaxtarík vín og í þessu tilviki er ráðandi ilmur af eplum, ferskjum og sítrus. Vínið er fallega gult á litinn, frískandi angan en mjúkt og viðkvæmt í munni. Gott að drekka vel kælt og hentar vel með ítölsku snarli.
Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum.