Pinot Grigio Veneto Castel del Lago (2021)

2.232 kr Venjulegt verð 2.790 kr
fjöldi

Ferskt og ávaxtaríkt hvítvín 

Hér er á ferðinni kraftmikið, þurrt og ávaxtaríkt hvítvín sem hefur hlotið frábæra dóma frá ítalska víngagnrýnandanum Luca Maroni (96 stig). Pinot Grigio þrúgan býður oft upp á fersk og ávaxtarík vín og í þessu tilviki er ráðandi ilmur af eplum, ferskjum og sítrus. Vínið er fallega gult á litinn, frískandi angan en mjúkt og viðkvæmt í munni. Gott að drekka vel kælt og hentar vel með ítölsku snarli.

Framleiðandinn

Fjölskyldan rekur uppruna sinn til Toskana - árið 1837 í bænum Poggibonsi. Víngerðarmaðurinn Franco Bernabei hefur starfað í hinni frægu Ruffino víngerð í Toskana og hjá nokkrum öðrum stórum framleiðendum. Árið 1996 stofnaði Franco Bernabei Riolite Vini sem býr til vín í samstarfi við staðbundna framleiðendur í mismunandi vínhéruðum á Ítalíu.

Vínpörun

  • Sumarréttir
  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Pastaréttir

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Veneto
  • Þrúga: Pinot Grigio
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 12,0%

Viðurkenningar

  • Luca Maroni: 96 stig
  • Italian Wine Guy: 96 stig