Lífrænt ræktað Riesling
Frábært lífrænt ræktað Riesling vín sem kemur frá vínekrum í nágrenni við bæinn Wachenheim í Pfalz. Jarðvegurinn er að mestu leyti úr sandsteini, sem gefur af sér ávaxtaríkt og létt vín. Allar þrúgur eru handtíndar og gerjaðar í stáltönkum og eikartunnum. Vínið hefur kristaltæran lit og ilmur af grænum eplum, sítrónu og blómum fyllir nefið. Heilt yfir er Villa Riesling mjög frískandi vín með áberandi steinefnum og ferskri sýru.
Framleiðandinn
Bürklin-Wolf er meðal fremstu framleiðenda á Riesling víni í Þýskalandi og eitt af elstu fjölskyldureknu vínframleiðendum landsins. Hann hefur tvisvar hlotið 100 stig hjá bæði James Suckling og Robert Parker. Frá árinu 2008 hefur Bürklin-Wolf verið með bæði bíódínamíska og lífræna vottun og er eini þýski vínframleiðandinn sem er aðili að ”Biodyvin” - samtök fyrir heimsins bestu bíódínamísku vínframleiðendur. Öll vínin eru vegan.
Vínpörun
- Fiskur
- Skelfiskur
- Sumarréttir
- Fordrykkur
- Grænmetisréttir
Upplýsingar
- Land: Þýskaland
- Svæði: Pfalz
- Þrúga: Riesling
- Árgerð: 2021
- Áfengismagn: 12,0%