Í kampavínskassanum eru þrjár sérvaldar flöskur frá Champagne héraðinu í Frakklandi. Ómissandi hágæða búbblur í fögnuðinn eða matarboð í góðra vina hópi. Í kampavínskassa Vínklúbbsins eru kampavínin:
Champagne Douard Christian Blanc de Blancs Brut
Þetta glæsilega kampavín er einungis unnið úr Chardonnay þrúgum (blanc de blancs) og það hefur verið geymt í a.m.k. 4 ár í flöskum. Vínið er ljósgyllt á litinn með fíngerðum og líflegum loftbólum. Ilmurinn er ferskur með keim af sítrus, hvítum blómum og grænum eplum. Bragðið er þurrt og hreint og í góðu jafnvægi. Í eftirbragði má skynja steinefni sem gefur ferskleika og brioche frá gerjuninni.
Champagne Jules Pierlot Premier Cru Brut
Þetta glæsilega kampavín er framleitt úr blöndu af Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay þrúgum, sem gefur því ljósgylltan lit með fíngerðum og líflegum loftbólum. Ilmurinn er ferskur með blæ af hvítum blómum og sítrusávöxtum. Bragðið einkennist af safaríkum grænum eplum og ljósum ferskjum, með eftirbragði af sítrus og lime.
Champagne Armorial
Champagne Armorial er eingöngu framleitt úr Pinot Noir þrúgum sem eru handtíndar af 40 ára gömlum vínvið. Vínið er látið gerjast í stáltönkum og stórum eikartunnum í 6 mánuði og þar á eftir látið liggja í 24 mánuði í flöskum. Vínið hefur fallegan ljósgylltan lit með grænum tónum sem undirstrika ferskleika vínsins. Vínið er fágað og státar af flóknu bragði með einkennandi en viðkvæmum ilm af sítrusávöxtum eins og greipaldin, ásamt fíngerðum blómakeim. Vínið býr yfir líflegum og frískandi eiginleikum sem endurspegla sérkenni þrúganna og jarðvegsins.
Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum.
Kampavínskassinn kemur í takmörkuðu upplagi.