Vínklúbburinn opnar netverslun
Vínklúbburinn hefur fengið frábærar viðtökur undanfarna mánuði og ánægðum meðlimum Vínklúbbsins hefur fjölgað stöðugt. Allt frá upphafi hefur ein algengasta spurningin verið hvort hægt verði að panta meira af þeim vínum mánaðarins sem slá í gegn - og nú er það hægt!
Vínklúbburinn hefur nú formlega opnað netverslun þar sem hægt verður að kaupa og sérpanta vín sem við höfum kynnt í vínkössum mánaðarins. Vín mánaðarins verða aðeins í boði í takmörkuðu upplagi til afhendingar strax en ávallt verður hægt að sérpanta vín með næstu sendingu. Sérpantanir taka um 2-4 vikur. Við sendum um allt land í samstarfi við Dropp og Flytjanda.
Skoðaðu úrvalið í netverslun Vínklúbbsins