Samstarf við Min Franske Vinimportør um innflutning á frönskum gæðavínum
Vínklúbburinn hóf á dögunum samstarf við Min Franske Vinimportør sem er lítið og sérhæft innflutningsfyrirtæki á hágæða frönskum vínum til Norðurlandanna. Min Franske Vinimportør bætist þannig í hóp öflugra samstarfsaðila Vínklúbbinsins.
Félagið sérhæfir sig í innflutningi á hágæðavínum með mikla sérstöðu og hefur tekist einstaklega vel að finna falda gimsteina frá lítt þekktum en upprennandi framleiðendum í Frakklandi.
Vínin frá Min Franske Vinimportør má meðal annars finna á nokkrum frábærum norrænum veitingastöðum á borð við Michelin staðnum Substans í Danmörku.
Á dögunum bauð Vínklúbburinn til að mynda upp á rauðvínið Alice í samstarfi við Min Franske Vinimportør í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, en vínið hefur hlotið sérlega góðar viðtökur. Þá hefur Bordeaux rauðvínið Château Fougas Forces de Vies fengið frábæra dóma, en það má meðal annars má finna í villibráðakassa Vínklúbbsins.