Nera Governo Toscano (2023)

3.090 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Safaríkt rauðvín frá Toskana
Þetta ítalska rauðvín frá Toskana er framleitt með hinni svokölluðu „Governo all’Uso Toscano“ aðferðafræði, þar sem hluti þrúganna er þurrkaður fyrir gerjun til að auka ávexti og fyllingu. Þessi aðferð er einnig notuð við framleiðslu á Ripasso og Amarone vínum og gefur víninu fyllingu og kraft. Nera Governo er djúpt rúbínrautt með kraftmiklum ilm af þroskuðum kirsuberjum, plómum, sultuðum berjum, með keim af vanillu og kakó. Bragðið er silkimjúkt með mjúkri tannín og sætum undirtón sem skapar einstaklega vel samsett og aðgengilegt vín. Eftirbragðið er viðvarandi og ávaxtaríkt, með örlitlum kryddkeim.

Framleiðandinn Bernabei Riolite Vini
Fjölskyldan getur rakið ættir sínar til bæjarins Poggibonsi  í Toskana allt til ársins 1837. Víngerðarmaðurinn Franco Bernabei hefur starfað í hinni frægu Ruffino víngerð í Toskana og hjá nokkrum öðrum stórum framleiðendum. Árið 1996 stofnaði Franco Bernabei Riolite Vini sem býr til vín í samstarfi við staðbundna framleiðendur í mismunandi vínhéruðum á Ítalíu.

Vínpörun

  • Grillréttir

  • Svínakjöt

  • Nautakjöt

  • Pottréttir

  • Villibráð

Upplýsingar

  • Land: Ítalía

  • Svæði: Toscana

  • Þrúga: Sangiovese (70%), Merlot (30%)

  • Árgerð: 2023

  • Áfengismagn: 13,5%

Viðurkenningar

  • Luca Maroni: 98 point

  • Italian Wineguy: 100 point