Cabarnet Franc í hæsta gæðaflokki
Þetta sérlega fágaða rauðvín sýnir glæsilegan karakter af hreinleika og dýpt. Vínið er djúp fjólublátt á litinn og býður upp á fíngerðan ilm af svörtum kirsuberjum, bláberjum, grafít, blómum og frískandi grænum kryddjurtum. Vínið er meðal fyllt, með flauelsmjúku tanníni og vel samhæfðu sýrustigi sem gefur frábært jafnvægi í bragði og upplifun. Eftirbragðið er langt og margslungið, með keim af pipar, leðri og örlitlu kakói.
Framleiðandinn
Catena
Catena, sem er staðsett í Mendoza héraðinu er einn af fremstu vínframleiðendum í Argentínu og hefur hlotið margvíslegt lof frá alþjóðlegum gagnrýnendum. Framleiðslan hófst árið 1902 þegar Nicola Catena gróðursetti fyrstu Malbec vínviðina sína. Í dag er framleiðslan undir stjórn þriðju og fjórðu kynslóðar Catena fjölskyldunnar og eru þau þekkt fyrir að framleiða gæðavín frá vínekrum sem eru staðsettar hátt yfir sjávarmáli. Þess má geta að Catena var fyrsti framleiðandinn til að framleiða Malbec vín í heimsklassa.
Vínpörun
-
Grillmatur
-
Pottréttir
-
Villibráð
-
Lambakjöt
-
Kálfakjöt
Upplýsingar
-
Land: Argentína
-
Svæði: Mendoza
-
Þrúga: Cabarnet Franc
-
Árgerð: 2017
-
Áfengismagn: 14%
Viðurkenningar
-
Robert Parker: 90 point
-
Vinous: 92 point