Rioja rauðvínskassi

18.900 kr

Rioja rauðvín eru heimsfræg vín, framleidd í Rioja-héraðinu á Spáni. Rioja vín eru þekkt fyrir jafnvægi milli ávaxtaríks bragðs og eikarþroska. Rauðvínin, sem oftast eru úr Tempranillo þrúgum, eru mjúk og krydduð með tónum af vanillu, kirsuberjum og leðri.
Í Rioja-kassa Vínklúbbsins eru þrjú slík vín sem eru sérvalin fyrir kröfuharða vínunnendur. V ið förum í könnunarferð um Rioja undir leiðsögn meistarans Telmo Rodríguez. Kassinn inniheldur tvö „þorpsvín“ með ólíkan karakter, Lanzaga og Lindes de Remelluri, og nær hápunkti með hinu klassíska flaggskipi Remelluri Reserva frá sögufrægu vínhúsi. Öll vínin í þessum kassa má drekka strax eða geyma í allt að 5-10 ár. Njótið vel!

Lindes de Remelluri San Vincente Rioja (2020) - Glæsilegt Rioja vín
Hér er á ferðinni einstaklega ljúffengt vín sem unnendur klassískra Rioja verða ekki sviknir af. Þetta er spænsk framleiðsla í sérflokki frá hinum margviðurkennda víngerðarmanni, Telmo Rodriguez. Í Lindes de Remelluri notar Telmo úrvalsþrúgur frá bændum í þorpinu San Vicente de la Sonsierra, sem gefur víninu einstakan karakter. Vínið hefur glæsilegan og flókinn ilm af dökkum kirsuberjum, brómberjum og lakkrís, með fínlegum keim af vanillu og kryddi frá eikartunnunum. Bragðið er fágað og silkimjúkt með þéttum en fíngerðum tannínum sem veita góðan strúktúr. Eftirbragðið er langt og steinefnaríkt.

Remelluri Reserva Rioja (2014) - Hágæða Rioja Reserva 
Bodegas Remelluri er elsti vínkastallinn í Rioja og aðdáendur þessara vína verða ekki sviknir af þessu lífrænt ræktaða en hefðbundna Reserva víni. Vínið er sérlega vandað og það er látið þroskast í eikartunnu í 17 mánuði og 3 mánuði á flösku. Útkoman er þétt og ríkulegt vín með fínum tannínum og góðu jafnvægi. Ilmurinn býður upp á hefðbundinn rauðan berjaávöxt sem einkennir Tempranillo-þrúgunar, sem og keim af vanillu, kryddi og steinefnum. Bragðið er kröftugt en fágað og ávaxtaríkt með ríkum keim af kirsuberjum og plómu. Eftirbragðið er langt og það má greina steinefnin í lokin.

Lanzaga Rioja (2016) - Nútíma Rioja með djúpar rætur

Lanzaga er bráðskemmtilegt „þorpsvín“ (village wine) sem fangar kjarna og sál þorpsins Lanciego de Álava í Rioja.  Vínið er unnið úr sérvöldum þrúgum frá lífrænum vínekrum í þorpinu Lanziego, en er síðan geymt á eikartunnum sem gefur keim af mokka og vanillu. Eftirbragðið er mjög langt og greina má undirtóna þar sem steinefni koma upp í hugann. Hér er á ferðinni frábært vín, frá nýstárlegum framleiðenda sem er í harðri samkeppni við bestu vínin á Spáni. Lanzaga Rioja er lífrænt ræktað og bíódínamískt.

Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum.