Lanzaga Rioja (2016)

4.990 kr
Fjöldi

Nýstárlegt Rioja

Þetta bráðskemmtilega Rioja vín einkennist af vel þroskuðum berjaávöxtum og hrífandi tanníni. Vínið er unnið úr sérvöldum þrúgum frá lífrænum vínekrum í þorpinu Lanziego, en er síðan geymt á eikartunnum sem gefur keim af mokka og vanillu. Eftirbragðið er mjög langt og greina má undirtóna þar sem steinefni koma upp í hugann. Hér er á ferðinni frábært vín, frá nýstárlegum framleiðenda sem er í harðri samkeppni við bestu vínin á Spáni. Lanzaga Rioja er lífrænt ræktað og bíódínamískt. 

Framleiðandinn

Telmo Rodriguez hefur verið valinn besti vínframleiðandi Spánar af Tim Atkin og Guia Peñin. Hann lærði hjá Petrus, Guigal, Cos d'Estournel og Dominus og hefur ítrekað fengið 100P hjá bæði Robert Parker og James Suckling. Telmo Rodriguez leiðir einnig framleiðsluna í hinum víðfræga Rioja-kastala „Remelluri“.

Vínpörun

 • Grillréttir
 • Alifugl
 • Villibráð
 • Lambakjöt
 • Nautakjöt

Upplýsingar

 • Land: Spánn
 • Svæði: Rioja
 • Þrúga: Tempranillo
 • Árgerð: 2016
 • Áfengismagn: 14%

Viðurkenningar

 • Robert Parker: 94 point
 • James Suckling: 94 point
 • Guia Penin: 93 point