Lindes de Remelluri San Vicente Rioja (2016)

4.290 kr Venjulegt verð 4.490 kr
fjöldi

Glæsilegt vín Rioja vín

Hér er á ferðinni einstaklega ljúffengt vín sem unnendur klassískra Rioja verða ekki sviknir af. Þetta er spænsk framleiðsla í sérflokki frá hinum margviðurkennda vínframleiðanda, Telmo Rodriguez. Í þetta vín notar Telmo einungis allra bestu þrúgur frá framleiðendum í nágrenni við Remelluri. Vínið hefur glæsilegan vönd (boquet) af rauðum berjaávöxtum og keim af vanillu og kryddi. Bragðið er fágað og glæsilegt með vott af rauðum berjum og sveskjum.

Framleiðandinn

Remelluri er elsti vínkastali Rioja héraðsins og hefur rætur sínar að rekja aftur til ársins 1596. Síðan 2010 hefur Telmo Rodriguez leitt framleiðslu fjölskyldunnar. Telmo hefur tekið virkan þátt í að gjörbylta gæðavíni á Spáni og hefur hlotið mikla alþjóðlega viðurkenningu (98P frá James Suckling og 1. Cru flokkun frá Tim Atkin árið 2018). Sem stendur er verið að breyta Remelluri í lífræna ræktun og bíódínamíska framleiðslu.

Vínpörun

  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Nautakjöt
  • Alifuglar
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Spánn
  • Svæði: Rioja
  • Þrúga: Tempranillo
  • Árgerð: 2016
  • Áfengismagn: 14,0%