Vínklúbburinn stóð fyrir einstaklega skemmtilegri vínsmökkun á dögunum. Við fengum Pétur vínsérfræðing til að leiða okkur í gegnum fróðleik og skemmtilegar sögur frá vel völdum vínum. Við nálguðumst þessa smökkun út frá "Wine tasting for Dummies" sjónarmiði sem var fyndið og skemmtilegt bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gestir smökkuðu rautt og hvítt undir handleiðslu og nutu glæsilegra gjafa frá samstarfsaðilum okkar; OmmNomm, Skin Regimen, Kombucha Iceland, Ingu Björk myndlistarmanni og Davines. Við hlökkum til næsta viðburðar!