Week-end sur la Côte Rosé IGP Mediterran (2023)

2.850 kr
Fjöldi
Örfá eintök eftir - 1 eftir á lager

Pottþéttur sumarsmellur

Hér er á ferðinni brakandi ferskt og ljúffengt rósavín sem hentar við öll tækifæri. Vínið á uppruna sinn á vínekrunum í nágrenni við Saint Tropez við Miðjarðarhafið. Ilmurinn er ferskur og inniheldur m.a. keim af hindberjum, ferskjum og hvítum blómum. Vínið er unnið úr Grenache, Syrah og Rolle þrúgum sem er handtíndar á kvöldin, en kvöldsvalin gefur aukinn ferskleika í vínið. Í rósavíni eru þrúgurnar látnar gerjast með hýðinu sem myndar bragðefni, litarefni og tannínsýru líkt og í rauðvíni. Þó er þessi gerjun töluvert styttri en í rauðvíni sem gefur rósavíni þennan ljósrauða, nánast laxableika lit. Best er að drekka rósavínið kælt eða u.þ.b. 10-12°C. Vínið hentar einstaklega vel sem fordrykkur, með léttum sumarréttum, fiski og grænmeti.

Framleiðandinn

Les Maitres Vignerons de Saint Tropez framleiðir nokkur af bestu rósavínum Suður-Frakklands. Les Maitres Vignerons de Saint Tropez er meðal leiðandi framleiðenda af Rosé de Provence. Maîtres eru samtök níu vínbúgarða sem ráða yfir 900 hekturum af vínekrum, en víngerðin sjálf er í bænum Saint-Tropez. Flestir búgarðanna eru staðsettir í hinum fræga gullna þríhyrningi Provence (le triangle d'or) á milli Cuers, Puget Ville og Pierrefeu. Nálægðin við sjóinn gefur víninu einstakan karakter. 

Vínpörun

  • Fordrykkur

  • Grillréttir

  • Fiskur

  • Alifugl

Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Provence

  • Þrúga: Grenache, Syrah, Rolle

  • Árgerð: 2023

  • Áfengismagn: 12,5%