Lífrænt ræktað Riesling
Frábært lífrænt ræktað Riesling vín sem kemur frá vínekrum í nágrenni við bæinn Wachenheim í Pfalz. Vínið er unnið úr sérvöldum þrúgum af tveimur virtum vínekrum: Gerümpel og Rechbächel. Ilmurinn er flókinn og einkennist af blómum, sítrus og steinefnum – og örlitlum keim af hráolíu (petroleum) sem kemur oft fram í hefðbundnum, vel þróuðum Riesling. Vínið er þurrt og bragðið er nákvæmt og frískandi með fallega samsettum ávaxtakeim og þéttu, steinefnaríku eftirbragði sem endist lengi.
Framleiðandinn
Bürklin-Wolf er meðal fremstu framleiðenda á Riesling víni í Þýskalandi og eitt af elstu fjölskyldureknu vínframleiðendum landsins. Hann hefur tvisvar hlotið 100 stig hjá bæði James Suckling og Robert Parker. Frá árinu 2008 hefur Bürklin-Wolf verið með bæði bíódínamíska og lífræna vottun og er eini þýski vínframleiðandinn sem er aðili að ”Biodyvin” - samtök fyrir heimsins bestu bíódínamísku vínframleiðendur. Öll vínin eru vegan.
Vínpörun
-
Fiskur
-
Skelfiskur
-
Sumarréttir
-
Fordrykkur
-
Asískir réttir
Upplýsingar
Viðurkenningar
-
James Suckling: 93 point
-
Robert Parker: 92 point