Fágað og glæsilegt Rhône vín
Fágað og glæsilegt rauðvín frá Château de Rouanne í Rhône sem er unnið úr blöndu af hefðbundnum Rhône þrúgum; Grenache (50%), Syrah (40%) og Mouvèdre (10%). Þrúgurnar eru handtíndar af gömlum vínvið (eldri en 50 ára) og látnar gerjast í steyptum kerum og þar á eftir er vínið látið þroskast á tunnum í 12 mánuði. Vinsobres er djúprautt á litinn og inniheldur dökka tóna. Ilmurinn inniheldur keim af hindberjum, fjólu, lakkrís, svörtum pipar og piparkökum. Bragðið einkennist af silkimjúkri tannín og keim af rauðum berjum, þurrkaðri fjólu, timjani, lakkrís, pipar og lárviðarlaufi. Eftirbragðið er langt með mjúkri steinefnaáferð. Vínið smellpassar við tapas, kartöflur, grill o.fl.
Framleiðandinn
Château de Rouanne er söguleg eign, miðaldakastali frá 12. öld, staðsettur í suðurhluta Rhône. Nafn búsins er dregið af "Rugius", sem er nafn upprunalega rómverska eigandans. Eignin er alls 72 hektarar, þar af 62 hektarar af vínvið. Château de Rouanne er eingöngu gróðursett með gömlum lífrænum vínviðjum (eldri en 50 ára), þar á meðal Grenache, Syrah og Mourvèdre.
Vínpörun
- Nautakjöt
- Lambakjöt
- Grillréttir
- Pottréttir
Upplýsingar
- Víngerð: Rauðvín
- Land: Frakkland
- Svæði: Rhône
- Þrúga: Grenache (50%), Syrah (40%), Mouvédre (10%)
- Árgerð: 2020
- Áfengismagn: 15%
- Vínið er lífrænt