Arfleifð og dýpt úr hjarta Colchagua
ViBo Viñedo Centenario 2019 er öflugt og glæsilegt rauðvín frá vínvið sem er meira en 100 ára gamall. Vínið er djúprúbínrautt enda unnið úr blöndu af Cabernet Sauvignon, Malbec og Petit Verdot. Malbec gefur víni líkamsbyggingu og ferskleika, Cabernet Sauvignon bætir við uppbyggingu og fágun, á meðan Petit Verdot dýpkar lit og eykur flækjustig og eftirbragð. Ilmurinn er margslunginn og einkennist af rauðum og svörtum ávöxtum – þar á meðal þroskuðum plómum, sólberjum og hindberjum. Bragðið er kraftmikið, með mikla fyllingu, mjúk tannín og fínlega samsetta sýru. Þetta er vel útfærð blanda sem sameinar aldagamla ræktunarhefð við nútímalega nákvæmni.
Framleiðandinn
Viu Manent er marg verðlaunaður vínbúgarður í Chile og hefur verið á topp 50 lista hjá “World’s Best Vineyards”. Viu Manent var stofnað árið 1935 í kringum bestu vínræktunarsvæðin í Colchagua-dalnum í Chile. Viu Manent er sigursælasta víngerð Chile og þekkt fyrir sérlega há gæði. Þar má finna elsta Malbec-vínvið Suður-Ameríku, sem má rekja aftur til 19.aldar og kallar fram flókna og göfuga eiginleika í víninu.
Vínpörun
-
Grillréttir
-
Svínakjöt
-
Nautakjöt
-
Pottréttir
-
Villibráð
Upplýsingar