Torrione Val d’Arno di Sopra Tenuta di Petrolo (2018)

5.490 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Ríkulegt og áhrifamikið rauðvín 

Torrione og framleiðandinn Petrolo hafa hlotið margvíslegt lof gangrýnenda, enda er hér á ferðinni einstaklega vandað og áhrifamikið vín. Vínið er aðallega unnið úr hinni hefðbundnu Sangiovese þrúgu sem ræður ríkjum í Toskana héraðinu á Ítalíu. Í glasi er vínið djúprautt á litinn og býður upp á glæsilegan vönd sem einkennist af sólberjum, fjólum sem og keim af tóbaki, myntu og kryddi. Í munni gefur vínið tilfinningu af hlýjum ávöxtum, miklum tannínum og sérlega löngu eftirbragði.

Framleiðandinn

Petrolo er einstaklega vinsæll framleiðandi í Toskana sem hefur náð ótrúlegum árangri á undanförnum þremur áratugum og sérstöðu meðal alþjóðlegra gagnrýnenda. Petrolo framleiðir meðal annars eitt vinsælasta Merlot-vín Ítalíu “Galatrona” og er oft borin saman við franska lúxus framleiðendur eins og “Le Pin” eða “Pétrus”. Tenuta di Petrolo, er ótrúlega fallega staðsett á hæðóttu svæði sunnan við bæinn Siena í suðurhluta Toskana. Víngerðin er metnaðarfull og lífræn og allar þrúgur eru ræktaðar á fullkomlega náttúrulegan hátt. Petrolo notar engan áburð, hvorki lífrænan né ólífrænan og notar ekki eiturefni á vínekrunum. Öll vínin frá Petrolo eru lífrænt vottuð.

Vínpörun

  • Nautakjöt
  • Lambakjöt
  • Svínakjöt
  • Pastaréttir
  • Ostar

Upplýsingar

  • Víngerð: Rauðvín
  • Land: Ítalía
  • Svæði: Toskana
  • Þrúga: Sangiovese (80%),Merlot (15%) og Cabernet Sauvignon (5%)
  • Árgerð: 2018
  • Áfengismagn: 14%
  • Vínið er lífrænt

Viðurkenningar

  • James Suckling: 95 Stig
  • Robert Parker: 94 stig
  • Vinous: 92 stig