Three Otters Chardonnay (2017)

4.990 kr
fjöldi

Silkimjúkt Chardonnay

Kraftmikið, líflegt og ferskt Chardonnay vín frá Oregon. Vínið býður upp á tæran ferskleika og fín blæbrigði af sítrus, eplum og keim af steinávöxtum. Þrúguklasarnir eru pressaðir í heilu lagi og gerjunin fer fram við lágt hitastig til að varðveita ávaxtabragð og ferskleika. Af sömu ástæðu er vínið ekki látið þroskað í viðartunnum, í staðinn er notuð sérstök aðferð við gerjunina (svokölluð malolactic gerjun) sem gefur víninu fyllingu. Ilmurinn einkennist af sítrus, eplum og steinávöxtum. Bragðið er líflegt, hreint og sýrukennt með góðri fyllingu og keim af af sítrusávöxtum, eplum og ferskju. 

Framleiðandinn

Fullerton eru fersk, silkimjúk vín þar sem áhersla er lögð á glæsileika og ferska/líflega sýru. Svalt loftslag Oregon skapar aðstæður við vínrækt sem má bera saman við Bourgogne í Frakklandi. Fullerton er fjölskyldufyrirtæki sem er rekið af hinum unga vínframleiðanda Alex Fullerton, en hann er talinn rísandi stjarna í Oregon. Vínekrurnar eru ræktaðar samkvæmt lífrænum, bíódínamískum og sjálfbærum reglum til að vernda náttúruna. 

Vínpörun

  • Fiskur
  • Fordrykkur
  • Ostar
  • Vegetar

Upplýsingar

  • Land: USA
  • Svæði: Oregon
  • Þrúga: Chardonnay
  • Árgerð: 2017
  • Áfengismagn: 13,5%