The Boxer Shiraz (2021)

4.792 kr Venjulegt verð 5.990 kr
fjöldi

Kröftugur karakter frá Ástralíu

„Mollydooker“ er gamalt ástralskt slangur fyrir örvhentan hnefaleikakappa, en þetta vín er sannkallaður þungavigtarmeistari sem dansar eins og Muhammed Ali. The Boxer, er alfarið unnið úr Shiraz þrúgum sem er látið þroskast í blöndu af nýjum og gömlum amerískum eikartunnum. Vínið er ríkt og djúpt með glæsilegum og kraftmiklum ilmi og þar má finna keim af ferskum plómum, brómberjum, sólberjum, enskum lakkrís, dökku súkkulaði, tjöru og vanillu. Bragðið býður upp á einkennandi og ríkjandi ávöxt, milda sýru og silkimjúk tannín með rjómakenndri áferð. Bragðið er kraftmikið og fyllir allt munnholið með áköfu og löngu eftirbragði.  

PS. Tókstu eftir því að kappinn á miðanum er með tvo vinstri handar boxhanska? 

PPS. Mollydooker notar köfnunarefni við framleiðsluna til að minnka súlfít. Framleiðandinn mælir með að hrista flöskuna fyrir notkun, og hefur gefið út ítarlegar leiðbeiningar um þetta: https://mollydookerwines.com.au/about/. 

Framleiðandinn

“Wines that make you go WOW” er slagorð framleiðandans - Mollydooker í Ástralíu sem var stofnað árið 2005 af Söru og Sparky Marquis. Fimm af vínum þeirra hafa verið valin í „Top 100“ Wine Spectator. Víngerðin er frábærlega staðsett í Seaview Ridge í McLaren Vale í Suður-Ástralíu. Mollydooker framleiðir Shiraz, Cabernet, Merlot og Verdelho og öll vínin einkennast af einstökum kröftugleika og þyngd. 

Vínpörun

  • Grillmatur
  • Lambakjöt
  • Nautakjöt
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Ástralía
  • Svæði: Suður Ástralía
  • Þrúga: Shiraz
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 16%