Spätburgunder Weintor (2021)

3.490 kr Venjulegt verð 6.450 kr
Fjöldi

Þýskt “Pinot Noir” 

Spätburgunder er þýska nafnið á yrki sem er þekkt um allan heim sem Pinot Noir. Þýskaland er þriðji stærsti framleiðandi þessarar þrúgu í heiminum og rauðvínið Spätburgunder er ekki síður í miklum metum en hvítt Riesling. Fyrir nokkrum árum höfðu fæstir  heyrt af Spätburgunder, en hann hefur heldur betur haslað sér völl á síðustu árum.  Spätburgunder er bókstaflega þýtt sem „seint“ (spät) „burgunder“ (Pinot), vegna þess að afbrigðið þroskast seinna en önnur. Spätburgunder er yfirleitt léttara vín en hliðstæða þess frá hlýrri löndum og einkennist ilmurinn af kirsuberjum, hindberjum og þroskuðum jarðaberjum.

Framleiðandinn

Deutsches Weintor er stærsta vínræktarsamvinnufélag Pfalz héraðs. Það státar af um 500 fjölskyldum sem eru virkir meðlimir, með tæplega 900 hektara af vínekrum, sem tryggir mikil gæði, fjölbreytileika og varðveislu menningarsögulegs landslags. Það sem er framleiðandanum mikilvægast er ástríða þeirra fyrir vínrækt og gerð hágæðavíns. Deutsches Weintor nær þeim háu gæðakröfum sem þau gera til vínanna sinna og framleiðslu þeirra með því að rækta berin, hlúa að þeim og tappa á flöskur, allt undir sama þaki.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Alifugl
  • Svínakjöt
  • Vegetar

Upplýsingar

  • Land: Þýskaland
  • Svæði: Pfalz
  • Þrúga: Spätburgunder
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 13 %