Safaríkt hvítvín frá Nýja Sjálandi
Þrúgurnar fyrir Greywacke-vínin koma frá Wairau og Southern Plains, tveimur af bestu svæðum Marlborough-héraðsins. Þrúgurnar fyrir Greywacke Sauvignon Blanc eru tíndar á kvöldin og fluttar með hraðsendingu til víngerðarinnar til að varðveita hámarks ferskleika. Eftir varlega pressun er lítill hluti safans gerjaður á frönskum eikartunnum en afgangurinn í stáltönkum. Greywacke Sauvignon Blanc hefur fínlegan angan með blæbrigðum af sítrusávöxtum. Bragðið er safaríkt, langt og þurrt með keim af steinefnum.
Framleiðandinn
Framleiðandi Greywacke, Kevin Judd er ókrýndur konungur Sauvignon Blanc, enda er hann ótvírætt maðurinn bak við nútíma Sauvignon Blanc vín frá Nýja Sjálandi. Í 25 ár var Kevin Judd yfirframleiðandi á hinum goðsagnarkenndu Cloudy Bay vínum, en kaus síðar að hverfa frá stórframleiðslu og hóf eigin framleiðslu árið 2009 þar sem áherslan var á gæði og sérkenni. Þessi vín urðu brátt uppáhald gagnrýnenda.
Vínpörun
- Fiskur
- Skelfiskur
- Ostar
- Grænmetisréttir
- Fordrykkur
Upplýsingar
- Land: Nýja Sjáland
- Svæði: Marlborough
- Þrúga: Sauvignon Blanc
- Árgerð: 2021
- Áfengismagn: 13,0%