Sauvignon Blanc IGP Loire (2022)

2.790 kr Venjulegt verð 3.350 kr
Fjöldi

Fágað og ferskt hvítvín

Þetta skemmtilega hvítvín frá Vignoble Cogné er bæði ferskt og margbreytilegt sem oft eru áberandi einkenni Suavignon Blanc þrúgunnar frá Loire dalnum í Frakklandi. Vínið býður upp á fágaðan vönd af ylliblómum, kryddjurtum og áberandi ferskum sítrus, með keim af grænum eplum og límónu. Vínið er ferskt en milt og býður upp á dásamlega sýru og þétt ávaxtabragð. Vínið er tilvalið að drekka eitt sér eða með léttum réttum á borð við fisk.

Framleiðandinn

Vignoble Cogné er lítill gæðaframleiðandi sem er staðsettur í Loire dalnum í Frakklandi. Víngerðin hefur verið fjölskyldueign í þrjár kynslóðir og þeirra helsta áhersla er að framleiða hágæða vín á viðráðanlegu verði. Auk Chardonnay, framleiðir Domaine Vignoble Cogné einnig hvítvín úr öðrum þrúgutegundum svo sem Sauvignon Blanc, Gamay og Gewurztraminer ásamt blönduðu rauðvíni.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Sumarréttir
  • Grænmetisréttir

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Loire
  • Þrúga: Sauvignon Blanc
  • Árgerð: 2022
  • Áfengismagn: 13%