Fágað og ferskt hvítvín
Þetta skemmtilega hvítvín frá Vignoble Cogné er bæði ferskt og margbreytilegt sem oft eru áberandi einkenni Suavignon Blanc þrúgunnar frá Loire dalnum í Frakklandi. Vínið býður upp á fágaðan vönd af ylliblómum, kryddjurtum og áberandi ferskum sítrus, með keim af grænum eplum og límónu. Vínið er ferskt en milt og býður upp á dásamlega sýru og þétt ávaxtabragð. Vínið er tilvalið að drekka eitt sér eða með léttum réttum á borð við fisk.
Framleiðandinn
Vignoble Cogné er lítill gæðaframleiðandi sem er staðsettur í Loire dalnum í Frakklandi. Víngerðin hefur verið fjölskyldueign í þrjár kynslóðir og þeirra helsta áhersla er að framleiða hágæða vín á viðráðanlegu verði. Auk Chardonnay, framleiðir Domaine Vignoble Cogné einnig hvítvín úr öðrum þrúgutegundum svo sem Sauvignon Blanc, Gamay og Gewurztraminer ásamt blönduðu rauðvíni.
Vínpörun
- Fordrykkur
- Fiskur
- Skelfiskur
- Sumarréttir
- Grænmetisréttir
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Loire
- Þrúga: Sauvignon Blanc
- Árgerð: 2022
- Áfengismagn: 13%