Sancerre Blanc Tradition Domaine Bernard Fleuriet (2020)

4.490 kr
fjöldi

Hvítvín með karakter

Louvre dalurinn í Frakklandi er heimsþekktur fyrir Sancerre hvítvín sem smellpassa til að mynda með bragðmiklum fiski. Sérlega ljúffengt vín sem unnendur hvítvíns með karakter verða ekki sviknir af. Vínið hefur glæsilegan og nánast tæran lit og grípandi vönd (bouqet) með keim af ylliblómum og reyk. Fíngert og fágað vín með fersku og krydduðu bragði sem endurspeglar á einstakan hátt jarðveginn í Sancerre. Fyllingin kemur frá leirnum og krítinni á meðan steinefnin koma frá smágrýttum jarðvegi og tinnu.

Framleiðandinn

Domaine Bernard Fleuriet er ímynd bragðgóðra og lífrænt ræktaðra vína frá Sancerre. Einstaklega virtur framleiðandi með langa landbúnaðarsögu. Öll víngerðin byggir á náttúrulegri vökvun og svæðin hafa verið ræktuð á lífrænan hátt frá og með árgangi 2014. Öll framleiðsla hússins er nú lífrænt vottuð.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Grænmetisréttir
  • Sumarréttir

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Loire
  • Þrúga: Sauvignon Blanc
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 13,0%