Saint-Véran Domaine de la Croix Senaillet (2021)

4.490 kr Venjulegt verð 5.150 kr
Fjöldi

Heillandi Chardonnay

Saint-Véran er heillandi vín sem glóir í glasinu með fíngerðum fölgulum blæ og tælandi vendi. Í bragði ræður ferskleikinn ríkjum, með stökkri sýru og fíngerðum steinefna undirtónum. Ef vel er að gáð, má finna keim af hvítum blómum og vott af framandi ávöxtum. 

Framleiðandinn

Undir forystu bræðranna Richard og Stéphane Martin er Domaine de la Croix Senaillet þekkt fyrir að framleiða glæsileg og steinefnadrifin hvítvín. Croix Senaillet sérhæfir sig í Mâcon og hinu örlítið fyllri St. Véran, sem minnir á nágrannaríkið Pouilly-Fuissé. Þeir hafa sérhæft sig í lífrænni hágæðavíngerð frá Búrgundí sem er aðgengileg öllum.

Domaine de la Croix Senaillet er staðsett í hjarta Macon-héraðsins í suðurhluta Búrgundí, nálægt fræga Roche de Solutré-klettinum, sem rís 500 metra yfir sjávarmáli. Vínekrur bræðranna ná yfir 25 hektara og er vínviðurinn að meðaltali 40 ára gamall. Búskapurinn er lífrænn og jarðvegurinn ríkur af kalksteini, sem skilar sér í óvenjulegum gæðum vínsins sem verður áberandi ríkt af steinefnum.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Grænmetisréttir

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Bourgogne
  • Þrúga: Chardonnay
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 13,0%

Viðurkenningar

  • Decanter: 93 point