Altesino
Glæsilegt rauðvín frá Montalcino
Rosso di Montalcino frá Altesino er framleiddur úr sömu þrúgu (Sangiovese Grosso) og hinn heimsfrægi Brunello di Montalcino, en kemur af yngri vínviðum. Vínið er rúbínrautt á litinn og býður upp á glæsilegan ilm af þroskuðum brómberjum og dökkum kirsuberjum. Bragðið er ríkulegt og ávaxtaríkt með keim af leðri og sedrusviði. Það er silkimjúkt og fágað með ferskum rauðum og svörtum ávöxtum sem renna yfir bragðlaukana í fylgd með líflegri sýru. Eftirbragðið er langt, klassískt þurrt og tannínin fíngerð. Þetta er vín sem hægt er að njóta strax en hefur einnig burði til að þroskast vel í nokkur ár.
Framleiðandinn
Altesino er vínhús staðsett í hjarta Montalcino-héraðsins í suðurhluta Toskana og er heimsþekkt fyrir margrómuð Brunello-vínin sín. Vínekrurnar eru meðal annars staðsettar á hinni frægu Montosoli-hæð, sem er talin ein sú besta í héraðinu. Vínframleiðslan fer fram í kjöllurum hinnar sögufrægu 15. aldar hallar, Palazzo Altesi. Altesino hefur verið leiðandi afl í nýsköpun og gæðum á svæðinu og var meðal þeirra fyrstu til að kynna „cru“ hugtakið í Montalcino með hinum virta Montosoli-víngarði.
Vínpörun
-
Nautakjöt
-
Villibráð
-
Pastaréttir
-
Lambakjöt
-
Pizza
Upplýsingar
-
Land: Ítalía
-
Svæði: Toskana
-
Þrúga: Sangiovese
-
Árgerð: 2022
-
Áfengismagn: 14,5%