Rita (2018)

5.990 kr
Fjöldi

Sjaldgæft og persónulegt

"Rita" er sérlega vandað og persónulegt rauðvín sem er unnið úr handtíndum þrúgum af 60 ára gömlum vínvið. Vínið er geymt í stáltönkum í 15-18 mánuði og ilmurinn er aðlaðandi og flókinn með keim af trönuberjum, kirsuberjum, hindberjum, lakkrís, kryddi og steinefnum. Rita er glæsilegt, safaríkt og ferskt vín sem er örlítið kolsýrt með sætu og berjuðu eftirbragði. Fullkomið matarvín sem hentar meðal annars sérlega vel með grilluðu rauðu kjöti, risotto, kjúklingaréttum og jafnvel súkkulaði eftirréttum. Rita er unnið án viðbættra efna og flokkast sem náttúruvín. 

Framleiðandinn

Domaine Mylène Bru hóf starfsemi sína árið 2008, þegar hún keypti 4 hektara af vínvið. Hér var hún án vatns, og rafmagns og þurfti að sætta sig við ákaflega frumstæðar aðstæður til vinframleiðslu. Mylène er lærður vínfræðingur og framleiðir hágæða náttúruvín sem hafa heillandi persónuleika og ástríðu. Öll vínin frá Mylène tjá náttúru, áreiðanleika, áræðni og heiðarleika og þau njóta sín m.a. á nokkrum Michelin-stjörnu veitingastöðum í Frakklandi.

Vínpörun

  • Grillréttir
  • Pastaréttir
  • Nautakjöt
  • Alifugl

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Languedoc-Roussillon
  • Þrúga: Carignan
  • Árgerð: 2018
  • Áfengismagn: 13%
  • Náttúruvín