Ítalskt borðvín
Refosco er gott dæmi um það sem Ítalir myndu kalla borðvín eða "vino tavolo" og er frábært sem slíkt.
Rauðvín með í frábæru jafnvægi á milli þéttleika og sýru. Í upphafi má finna ilm af krydduðum ávöxtum og vínið er fallega rúbínrautt á lit. Greina má blæbrigði af jarðaberjum, brómberjum og kryddaðan yfirtón á borð við pipar og kanil. Vínið er þurrt en afar gott jafnvægi er á milli þéttleika þess og sýru.
Framleiðandinn
47 Anno Domini leggur í framleiðslu sinni áherslu á að blanda saman aldagömlum ítölskum hefðum í víngerð við nýsköpun í framleiðslu ásamt því að huga að heildarupplifun og fallegri hönnun.
Vínviðurinn hjá 47 Anno Domini nærist af frjósömum, leirkenndum jarðvegi, ríkum af steinefnasöltum og öll vínin búa yfir miklum persónuleika. Víngarðurinn hefur rætur sínar að rekja margar kynslóðir aftur í tíman, en í dag er framleiðslan nútímaleg og lífrænt vottuð.
Vínpörun
- Rautt kjöt
- Grillmatur
- Pottréttir
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Treviso
- Þrúga: Refosco Dal Peduncolo
- Árgerð: 2019
- Áfengismagn: 12,5%