Cabernet Sauvignon R Collection (2019)

3.690 kr Venjulegt verð
fjöldi

Ljúffengt vín frá Kaliforníu

R Collection er ljúffengt vín sem hægt er að njóta við fjölbreytt tækifæri og kemur frá fyrsta flokks Napa Valley framleiðanda. Cabernet Sauvignon útgáfan er framleidd úr handtíndum þrúgum frá mörgum bestu vínekrum í Kaliforníu og býður upp á frábæra fyllingu og ávöxt. Fyllingin hefur keim af sólþroskuðum svörtum kirsuberjum, plómum og brómberjum með léttum kryddkeim og vel þroskuðu tanníni sem gefur víninu fínan strúktúr.

Framleiðandinn

Raymond víngerðin er fyrsta flokks Napa Valley vínbúgarður – bæði í stíl og tjáningu. Undir eignarhaldi franska Jean Charles-Boisset hefur þeim tekist að varðveita arfleifð og menningarlegan sjarma Raymond-fjölskyldunnar sem hefur rætur sínar í klassískri vínframleiðslu í Napa Valley. Raymond víngerðin er bæði með lífræna og bíódínamíska vottun og knýr alla sína framleiðslu með sólarorku.

Vínpörun

  • Alifugl
  • Lambakjöt
  • Nautakjöt
  • Villibráð

Upplýsingar

  • Land: USA
  • Svæði: Kalifornía
  • Þrúga: Cabarnet Sauvignon
  • Árgerð: 2019
  • Áfengismagn: 14,0%