Ítali sem kemur á óvart
Hér er á ferðinni vín frá Veneto á norður Ítalíu sem kemur skemmtilega á óvart með dökkum rúbínrauðum og bláleitum lit. Vínið eru einungis unnið úr handtýndum Raboso Paive þrúgum og eftir 15 daga snertingu við þrúguhýðið er vínið látið gerjast og þroskast í eikartunnum. Þetta gefur þurrt og bragðmikið vín með ferskri sýru og tanníni sem gefur víninu fínan strúktúr. Vöndurinn (bouqet) einkennist af Maraschino kirsuberjum sem og nótum af plómum og fjólum.
Framleiðandinn
47 Anno Domini leggur í framleiðslu sinni áherslu á að blanda saman aldagömlum ítölskum hefðum í víngerð við nýsköpun í framleiðslu ásamt því að huga að heildarupplifun og fallegri hönnun.
Vínviðurinn hjá 47 Anno Domini nærist af frjósömum, leirkenndum jarðvegi, ríkum af steinefnasöltum og öll vínin búa yfir miklum persónuleika. Víngarðurinn hefur rætur sínar að rekja margar kynslóðir aftur í tíman, en í dag er framleiðslan nútímaleg og lífrænt vottuð.
Vínpörun
- Rautt kjöt
- Pottréttir
- Villibráð
- Ostar
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Treviso
- Þrúga: Raboso
- Árgerð: 2019
- Áfengismagn: 14,0%