Ferskt og lífrænt freyðivín
Einstaklega ljúft og ferskt Prosecco freyðvín frá Prosecco hæðunum í Veneto héraðinu á Ítalíu. Sérlega falleg og vönduð hönnun á flöskum sem gaman er að framreiða. Freyðivínið er strágult á lit, og loftbólurnar eru fínar . Ilmurinn er fágaður og ber keim af vorblómum og ávöxtum. Afgangssykrinum er haldið í lágmarki sem gefur þurrt og hátíðlegt vín með háu sýrustigi og lágmarks sætu.
Framleiðandinn
47 Anno Domini leggur í framleiðslu sinni áherslu á að blanda saman aldagömlum ítölskum hefðum í víngerð við nýsköpun í framleiðslu ásamt því að huga að heildarupplifun og fallegri hönnun.
Vínviðurinn hjá 47 Anno Domini nærist af frjósömum, leirkenndum jarðvegi, ríkum af steinefnasöltum og öll vínin búa yfir miklum persónuleika. Víngarðurinn hefur rætur sínar að rekja margar kynslóðir aftur í tíman, en í dag er framleiðslan nútímaleg og lífrænt vottuð.
Vínpörun
- Fiskur
- Skelfiskur
- Fordrykkur
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Blandað
- Þrúga: Glera (85-100%)
- Árgerð: Blandað
- Áfengismagn: 11,0%
- Vínið er lífrænt og vegan