Prieur de Meyney Saint-Éstèphe (2016)

5.350 kr Venjulegt verð
Fjöldi
Örfá eintök eftir - 6 eftir á lager

Kraftmikið “vinstri-bakka” Bourdeax-vín  

Prieur de Meyney Saint-Éstèphe er fallega hannað vín, sem einkennist af hefðbundnum Bordeaux-eiginleikum. Það er aðallega unnið úr Cabarnet Sauvignon sem gefur víninu styrk, uppbyggingu og margbreytileika, blandað með Merlot sem gefur víninu fylling og mýkt. Þessi blanda er alsráðandi á “vinstri bakka” Gironde fljótsins skiptir Bordeaux héraðin í tvennt. Prieur de Meyney Saint-Éstèphe býður upp á djúpan rúbínrauðan lit og tælandi vönd af þroskuðum brómberjum og plómum sem og fíngerðan keim af sedrusviði og tóbaki. Vínið er kraftmikið með þétta fyllingu og tannínsýran er í góðu jafnvægi við ávaxtabragðið og eikina. Eftirbragðið er viðvarandi og inniheldur keima af súkkulaði og kryddi. Frábært vín með góðu kjöti og grillmat.

Framleiðandinn

Château Meyney er ein af elstu víngerðunum á Médoc svæðinu og sögu þess má rekja til 17. aldar. Víngerðin er staðsett í miðju Saint-Estèphe þar sem landslagið einkennist af leirríkum og malarkenndum jarðvegi, sem er tilvalið til að rækta Cabernet Sauvignon, Merlot og Petit Verdot. Þessi einstaka samsetning jarðvegs og örloftslags stuðlar að dýpt, margbreytileika og endingu í vínunum. Château Meyney er viðurkennt fyrir hollustu sína við hefðbundna vínrækt í bland við nútímatækni til að auka gæði og tjáningu vínanna. Víngerðið byggir á notar sjálfbærri vínrækt með virðingu fyrir umhverfinu.

Vínpörun

  • Alifugl

  • Nautakjöt

  • Lambakjöt

  • Svínakjöt

  • Villibráð

Upplýsingar

  • Víngerð: Rauðvín

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Bordeaux

  • Þrúga: Cabernet Sauvignon (70%), Merlot (22%), Cabernet Franc (4%) og Petit Verdot (4%)

  • Árgerð: 2016

  • Áfengismagn: 14%


Viðurkenningar

  • James Suckling: 93 stig