Premium kassi mánaðarins (stakur kassi)

18.900 kr

Vínklúbburinn Premium er fyrir lífskúnstnera og vínáhugafólk. Handvalin hágæðavín sem skara framúr og kítla braðlaukana. Premium vínin okkar slá í gegn í næstu matarveislu.

Lögð er áhersla á heimsþekkt vín frá fjölbreyttum framleiðendum með ríka sögu um gæði í bland við nýrri framleiðendur sem eru líklegir til að skjótast upp á stjörnuhimininn.

Premium vínin eru vín sem þú vilt njóta á eftirminnilegum stundum í þínum besta félagsskap.

Öllum vínkössum fylgir fróðleikur um vínin, uppruna þeirra, framleiðenda, eiginleika og hentuga vínpörun. Sönn upplifun og fræðsla í hverri sendingu.