Postales Chardonnay Fin Del Mundo Patagonia (2023)

2.850 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Ferskt Chardonnay fra Argentínu
Þetta skemmtilega hvítvín frá Patagóniu er ljósgult á litinn með grænum undirtón. Ilmurinn einkennist af ferskum sítrusávöxtum eins og sítrónum og greipaldini, ásamt suðrænum keim af ananas og blómum. Bragðið er líflegt með ferskri sýru sem býður upp á keim af þroskuðum perum, sítrus og ferskjum. Vínið skilur eftir sig ferska og viðvarandi áferð.

Framleiðandinn
Bodega del Fin del Mundo er staðsett í San Patricio del Chañar í Neuquén í norðanverðri Patagóníu. Víngerðin var stofnuð árið 1999 sem fyrsta og stærsta víngerð svæðisins sem er bæði vindasamt og afskekkt, enda vísar nafnið til þess (“víngerð á hjara veraldar”). Bodega del Fin del Mundo leggur áherslu á að framleiða vín úr Chardonnay og Pinot Noir þrúgum og hefur hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi vín. Með því að sameina hefðbundnar aðferðir og nútíma tækni hefur Bodega del Fin del Mundo skapað sér nafn sem leiðandi framleiðandi á hágæða vínum frá Patagóníu. 

Vínpörun

  • Fiskur

  • Alifugl

  • Fordrykkur

  • Grænmetisréttir

Upplýsingar

  • Land: Argentína

  • Svæði: Patagonia

  • Þrúga: Chardonnay

  • Árgerð: 2023

  • Áfengismagn: 13,5%