Pomelado Dominio de Punctum (2021)

3.250 kr Venjulegt verð 4.250 kr
Fjöldi

Spænskt orange-vín

Pomelado Dominio de Punctum 2021 er grípandi orange-vín (gulvín) sem kemur frá Castilla-La Mancha á Spáni og er unnið úr Chardonnay og Viura þrúgum. Báðar tegundirnar eru grænar þrúgur sem eru almennt notaðar í hvítvín, en í þessu víni er þrúgurnar látnar gerjast með hýðinu í allt að 14 daga. Þar sem hýðið inniheldur margvísleg lyktar-, bragð- og litarefni og tannínsýru, fær vínið dekkri lit, meiri strúktúr og fyllingu. Vín sem er unnið á þennan hátt kallast “orange” vín (eða gulvín á íslensku). Almennt er litið á orange-vín sem hvítvín sem er framleitt á sama hátt og rauðvín. Útkoman er appelsínugult vín með létt tannín eins og í rauðvíni. Bragðið einkennist af suðrænum ávöxtum, rauðum eplum, apríkósu, möndlum og appelsínuberki sem er í góðu jafnvægi við sýrustigið. Þetta vín hentar vel sem fordrykkur og parast vel með Manchego osti, salötum, tapas, fiski og grillmat. Sérlega skemmtilegt sumarvín.

Framleiðandinn

Dominio de Punctum var stofnað árið 2005 og er staðsett í La Mancha héraðinu á Spáni. Víngerðin er rekin af systkinunum Jesús, Ruth og Cristina sem leggja ríka áherslu á lífræna og bíódýnamíska vínrækt og sjálfbærni í öllu framleiðsluferlinu.

Dominio de Punctum leitast við að sameina hefð og nýsköpun, sem endurspeglast í nútíma víngerð og skuldbindingu gagnvart umhverfinu. Hér má nefna að Dominio de Punctum vinnur markvisst að því að ná metnaðarfullri vottun í sjálfbærni ('Carbon Neutrality Certification'). 

Vínpörun

  • Fordrykkur

  • Grillréttir

  • Fiskur

  • Alifugl

  • Asískir réttir

Upplýsingar

  • Land: Spánn

  • Svæði: Tierra de Castilla

  • Þrúga: Chardonnay, Viura

  • Árgerð: 2021

  • Áfengismagn: 13%

  • Vínið er lífrænt og vegan