Heillandi og safaríkt vín
Heillandi og safaríkt vín sem er unnið úr blöndu af Grenache og Carignan þrúgum. Vínið er blekkennt á litinn og ilmur og bragð einkennast af dökkum þroskuðum berjum, dökkum kirsuberjum og grafíti. Meðal fylling með þéttum tannínum og löngu eftirbragði sem endist lengi með fínlegum keim af tunnu. Ljúffengt vín sem er upplagt að njóta strax.
Framleiðandinn
Bodega San Valero er leiðandi framleiðandi í einu af elstu viðurkenndu vínhéruðum Evrópu, Cariñena. Svæðið fékk vottunina “Denominación de Origen Protegida”, árið 1932, en hér hefur verið vínrækt síðan 50 f.kr. Bodega San Valero táknar samruna reynslu eldri kynslóða og nýstarlegri þróun og nýsköpunar.
Vínpörun
- Svínakjöt
- Alifugl
- Grillkjöt
- Lambakjöt
- Nautakjöt
Upplýsingar
- Víngerð: Rauðvín
- Land: Spánn
- Svæði: Carinena
- Þrúga: Grenache (60%) og Carignan (40%)
- Árgerð: 2019
- Áfengismagn: 14,5%
Viðurkenningar