Bíódínamískt og fallegt vín frá Ardèche
Petite Selve Rouge er sérlega vandað en nýstárlegt rauðvín frá Château de la Selve í Ardéche sem er staðsett í norðurhluta Rhône. Vínið er unnið úr blöndu af Cinsault, Greanche og Syrah þrúgum sem gefur rúbínrauðan lit og ákafan ilm af rauðum ávöxtum, kryddi og lakkrís. Bragðið er ávaxtaríkt með mjúkum og fínum tannínum. Víngerðin er bæði lífræn og bíódínamískt og Petit Selve Rouge er frábært dæmi um hina sönnu tjáningu og gæði náttúrulegrar vínræktar.
Framleiðandinn
Château de la Selve er tignarlegt bú sem rekur sögu sína allt aftur til 13. aldar. Núverandi eigendur vínræktarinnar, Benoît og Florence, hafa frá því að þau tóku við víngerðinni af föður Benoît árið 2002 verið mjög umhverfismeðvituð og helgað sig lífrænum og líffræðilegum aðferðum við vínrækt sína. Í vínum þeirra mætast aldagamlar hefðir og nýsköpun í hverjum sopa.
Vínpörun
-
Lambakjöt
-
Nautakjöt
-
Alifugl
-
Grænmetisréttir
Upplýsingar
-
Land: Frakkland
-
Svæði: Rhône
-
Þrúga: 40% Cinsault, 40% Grenache, 20% Syrah
-
Árgerð: 2022
-
Áfengismagn: 13%
-
Vínið er lífrænt, bíódínamískt og vegan